Leiðir til að lifa af leiðinlegt föstudagssíðdegi Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:00 Ertu að bíða eftir því að komast í helgarfrí? Vísir/Getty Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí. Góðu ráðin Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí.
Góðu ráðin Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira