Jóhannes Karl: Davíð Þór vanvirðir liðin í deildinni Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2020 20:05 Jóhannes Karl var ánægður með mörkin fjögur en sendi sérfræðingi Stöðvar 2 Sport tóninn. Vísir/Bára Fyrsta leiknum í 6. umferð Pepsi Max deildar karla lauk með stórsigri ÍA á Gróttu á Seltjarnarnesi. Lokatölur 4-0 fyrir Skagamönnum en Seltirningar höfðu átt góðu gengi að fagna fyrir leik og náð í sín fyrstu stig í deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var eðlilega sáttur með frammistöðu sinna manna en hann sendi Davíði Þór Viðarssyni - sérfræðingi Pepsi Max Stúkunnar - pillur í viðtali að leik loknum. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og komust yfir strax eftir þriggja mínútna leik og fylgdu því eftir með þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik. Gerðu þeir svo gott sem út um leikinn á þeim kafla. „Við vissum alveg að þetta yrði ekkert auðvelt hérna þannig við gáfum vel í í byrjun leiks, pressuðum hátt á vellinum og þvinguðum þá í mistök. Við sköpuðum okkur færi sem endaði með góðu marki snemma leiks og við fylgdum því vel eftir. Við fengum alveg færin í að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik,” sagði Jóhannes Karl hæstánægður eftir leik og hélt áfram. „Ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig. Þá sérstaklega að þú óskaðir eftir að við myndum halda hreinu fyrir leik sem við gerðum á móti mjög vel spilandi Gróttu liði sem er með marga góða leikmenn og það gladdi mig mikið,” sagði Jóhannes Karl og glotti en undirritaður hafði óskað eftir því að Skagamenn myndu halda hreinu í viðtali fyrir leik. Gísli Laxdal og Brynjar Snær komu inn í byrjunarlið Skagans í dag. Jói Kalli var ánægður með hversu vel þeir stigu upp. ÍA á marga unga leikmenn sem vel er hægt að nota í liðinu þegar meiðsli herja á hópinn og bætti hann við að strákarnir sem komu inná í leiknum eiga líka hrós skilið fyrir sitt framlag. Það hefur verið leikið þétt í deildinni til þessa og síðari hálfleikurinn talsvert rólegri en sá fyrri. „Þetta er búið að vera ágætis álag í mótinu og áttum við ágætis möguleika á að spara okkur í seinni hálfleiknum. Það er ekkert leyndarmál að Marcus Johansson er ekki kominn í sitt besta stand og fleiri leikmenn sem eru ekki komnir í 100% form þannig við drápum leikinn. Maður hefði samt alltaf viljað ógna marki Gróttu meira í þeim seinni. Núna er vika á milli leikja og ættum við þá að hafa alla leikmenn klára í næsta leik á móti Víking Reykjavík.” ÍA er komið í 2. sæti deildarinnar - um stundarsakir - og var Jói Kalli spurður um framhaldið. „Ég er virkilega ánægður með hvað það er mikil framför í hlutunum hjá okkur þó ég hefði viljað vinna síðasta leik en við unnum leikinn í dag. Þetta blasir vel við mér og ætla ég að vona að sumarið blasi vel við fleirum þó að umræðan oft á tíðum að deildin verði tvískipt. Davíð Þór Viðarsson telur gæði oft á tíðum ekki nógu góð í hinum liðunum í landinu sem mér finnst alveg ótrúlega fáránleg ummæli frá manni sem er sérfræðingur á Stöð 2 Sport.” „Það eru fullt af góðum liðum í deildinni. Mörg góð lið sem eru að byggja upp til framtíðar og er það vanvirðing við deildina að tala um það að sumir leikir séu ekki eins merkilegir og aðrir sem er algjör vanvirðing við fótboltan í landinu,” sagði Jói Kalli um umræðuna er varðar tvískiptingu deildarinnar. Umræðan um ÍA liðið hefur verið mikið um að þeir eru ekki nægilega stöðugir í sínum leik. Jóhannes Karl er ekki sammála þeirri umræðu og segir að hans lið sé bara að spá í því hvað það geti gert betur og séu að vinna vel í sínum hlutum. Meðal annars að spila betri knattspyrnu en þeir hafi áður gert og því sé framtíðin á Skaganum mjög björt. Fótbolti Íslenski boltinn ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Fyrsta leiknum í 6. umferð Pepsi Max deildar karla lauk með stórsigri ÍA á Gróttu á Seltjarnarnesi. Lokatölur 4-0 fyrir Skagamönnum en Seltirningar höfðu átt góðu gengi að fagna fyrir leik og náð í sín fyrstu stig í deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var eðlilega sáttur með frammistöðu sinna manna en hann sendi Davíði Þór Viðarssyni - sérfræðingi Pepsi Max Stúkunnar - pillur í viðtali að leik loknum. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og komust yfir strax eftir þriggja mínútna leik og fylgdu því eftir með þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik. Gerðu þeir svo gott sem út um leikinn á þeim kafla. „Við vissum alveg að þetta yrði ekkert auðvelt hérna þannig við gáfum vel í í byrjun leiks, pressuðum hátt á vellinum og þvinguðum þá í mistök. Við sköpuðum okkur færi sem endaði með góðu marki snemma leiks og við fylgdum því vel eftir. Við fengum alveg færin í að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik,” sagði Jóhannes Karl hæstánægður eftir leik og hélt áfram. „Ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig. Þá sérstaklega að þú óskaðir eftir að við myndum halda hreinu fyrir leik sem við gerðum á móti mjög vel spilandi Gróttu liði sem er með marga góða leikmenn og það gladdi mig mikið,” sagði Jóhannes Karl og glotti en undirritaður hafði óskað eftir því að Skagamenn myndu halda hreinu í viðtali fyrir leik. Gísli Laxdal og Brynjar Snær komu inn í byrjunarlið Skagans í dag. Jói Kalli var ánægður með hversu vel þeir stigu upp. ÍA á marga unga leikmenn sem vel er hægt að nota í liðinu þegar meiðsli herja á hópinn og bætti hann við að strákarnir sem komu inná í leiknum eiga líka hrós skilið fyrir sitt framlag. Það hefur verið leikið þétt í deildinni til þessa og síðari hálfleikurinn talsvert rólegri en sá fyrri. „Þetta er búið að vera ágætis álag í mótinu og áttum við ágætis möguleika á að spara okkur í seinni hálfleiknum. Það er ekkert leyndarmál að Marcus Johansson er ekki kominn í sitt besta stand og fleiri leikmenn sem eru ekki komnir í 100% form þannig við drápum leikinn. Maður hefði samt alltaf viljað ógna marki Gróttu meira í þeim seinni. Núna er vika á milli leikja og ættum við þá að hafa alla leikmenn klára í næsta leik á móti Víking Reykjavík.” ÍA er komið í 2. sæti deildarinnar - um stundarsakir - og var Jói Kalli spurður um framhaldið. „Ég er virkilega ánægður með hvað það er mikil framför í hlutunum hjá okkur þó ég hefði viljað vinna síðasta leik en við unnum leikinn í dag. Þetta blasir vel við mér og ætla ég að vona að sumarið blasi vel við fleirum þó að umræðan oft á tíðum að deildin verði tvískipt. Davíð Þór Viðarsson telur gæði oft á tíðum ekki nógu góð í hinum liðunum í landinu sem mér finnst alveg ótrúlega fáránleg ummæli frá manni sem er sérfræðingur á Stöð 2 Sport.” „Það eru fullt af góðum liðum í deildinni. Mörg góð lið sem eru að byggja upp til framtíðar og er það vanvirðing við deildina að tala um það að sumir leikir séu ekki eins merkilegir og aðrir sem er algjör vanvirðing við fótboltan í landinu,” sagði Jói Kalli um umræðuna er varðar tvískiptingu deildarinnar. Umræðan um ÍA liðið hefur verið mikið um að þeir eru ekki nægilega stöðugir í sínum leik. Jóhannes Karl er ekki sammála þeirri umræðu og segir að hans lið sé bara að spá í því hvað það geti gert betur og séu að vinna vel í sínum hlutum. Meðal annars að spila betri knattspyrnu en þeir hafi áður gert og því sé framtíðin á Skaganum mjög björt.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn