Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 23:10 Enn er óvíst hvað Skallagrímur gerir í málinu. Vísir/Skallagrímur Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra rasísku ummæla sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. Afsökunarbeiðnin var birt á Fótbolta.net fyrr í kvöld. „Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Atla Steinars. „Drullastu heim til Namibíu,“ ku vera hluti af þeim ummælum sem Atli Steinar lét falla í leiknum og deila má um hversu marga vegu er hægt að túlka þau á. Uppfært: Hermt var að leikmaðurinn fengi að æfa áfram með Skallagrími en það mun ekki vera rétt. Yfirlýsingar um framhaldið er að vænta frá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms í dag. Hvað KSÍ gerir í málinu á enn eftir að koma í ljós. Yfirlýsingu Atla Steinars má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra rasísku ummæla sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. Afsökunarbeiðnin var birt á Fótbolta.net fyrr í kvöld. „Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Atla Steinars. „Drullastu heim til Namibíu,“ ku vera hluti af þeim ummælum sem Atli Steinar lét falla í leiknum og deila má um hversu marga vegu er hægt að túlka þau á. Uppfært: Hermt var að leikmaðurinn fengi að æfa áfram með Skallagrími en það mun ekki vera rétt. Yfirlýsingar um framhaldið er að vænta frá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms í dag. Hvað KSÍ gerir í málinu á enn eftir að koma í ljós. Yfirlýsingu Atla Steinars má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason
Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason
Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35
Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40