Leituðu að innbrotsþjófi í Elliðaárdal eftir eftirför Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 06:20 46 mál voru bókuð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um tilraun til innbrots í hús í Árbæ. Rúmlega klukkutíma síðar barst lögreglu svo önnur tilkynning um aðra innbrotstilraun í hús í sama hverfi og bentu lýsingar til þess að um sama mann væri að ræða samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Tæplega korteri síðar kom lögregla auga á hinn grunaða þar sem hann ók bifreið. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem endaði með eftirför um hverfið. Maðurinn hljóp inn í Elliðaárdalinn og var hann handtekinn eftir nokkra leit í dalnum. Í ljós kom að hann hafði stolið bifreiðinni frá seinni innbrotsstaðnum og var hann vistaður í fangageymslu. Einn var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og var vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um hópasöfnun ungmenna á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem einhverjir voru sagðir vopnaðir og undir áhrifum fíkniefna. Lögregla kom og fylgdist með í nokkra stund, nokkrir yfirgáfu svæðið en engin læti voru í þeim sem eftir voru. Fleiri tilkynningar komu inn á borð lögreglu vegna ungmenna, en um klukkan átta í gærkvöldi barst tilkynning um krakka uppi á þaki Breiðholtsskóla. Þegar lögreglu bar að garði reyndist enginn vera þar. Nokkrar tilkynningar sneru að ökumönnum sem voru líklega undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en einn ökumaður var stöðvaður á tíunda tímanum grunaður um akstur undir áhrifum, vörslu fíkniefna og að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Sá reyndi að ljúga til um hver hann væri en var látinn laus að sýnatöku lokinni. Alls voru 46 mál bókuð frá klukkan 17 til fimm í nótt. Lögreglumál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um tilraun til innbrots í hús í Árbæ. Rúmlega klukkutíma síðar barst lögreglu svo önnur tilkynning um aðra innbrotstilraun í hús í sama hverfi og bentu lýsingar til þess að um sama mann væri að ræða samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Tæplega korteri síðar kom lögregla auga á hinn grunaða þar sem hann ók bifreið. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem endaði með eftirför um hverfið. Maðurinn hljóp inn í Elliðaárdalinn og var hann handtekinn eftir nokkra leit í dalnum. Í ljós kom að hann hafði stolið bifreiðinni frá seinni innbrotsstaðnum og var hann vistaður í fangageymslu. Einn var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og var vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um hópasöfnun ungmenna á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem einhverjir voru sagðir vopnaðir og undir áhrifum fíkniefna. Lögregla kom og fylgdist með í nokkra stund, nokkrir yfirgáfu svæðið en engin læti voru í þeim sem eftir voru. Fleiri tilkynningar komu inn á borð lögreglu vegna ungmenna, en um klukkan átta í gærkvöldi barst tilkynning um krakka uppi á þaki Breiðholtsskóla. Þegar lögreglu bar að garði reyndist enginn vera þar. Nokkrar tilkynningar sneru að ökumönnum sem voru líklega undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en einn ökumaður var stöðvaður á tíunda tímanum grunaður um akstur undir áhrifum, vörslu fíkniefna og að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Sá reyndi að ljúga til um hver hann væri en var látinn laus að sýnatöku lokinni. Alls voru 46 mál bókuð frá klukkan 17 til fimm í nótt.
Lögreglumál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira