Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Jón Björn Hákonarson skrifar 14. júlí 2020 10:12 Þrátt fyrir að sumarið leiki um okkur landsmenn þessa dagana og áhyggjur hverfi um stund hjá okkur þá stinga upp kollinum fréttir um lokun og hagræðingar víða í samfélaginu. Nú ætla ég ekki að draga á nokkurn hátt úr þeim alvarleika sem við stöndum frammi fyrir í efnahagslífinu og nauðsyn þess að bregðast við. Engu að síður er það mjög merkilegt að sjá ýmsar tillögur þess efnis sem verið er að vinna að nú. Stendur þar uppúr, sem dæmi, boðuð lokun fangelsisins á Akureyri sem tilkynnt var um á dögunum. Sá rekstur hefur þótt, í gegnum tíðina, hafa haft gott yfirbragð mannúðar og sem slíkur verið talinn af þeim sem til þekkja gott dæmi um betrunarúræði sem fangelsi eiga að vera. Þá hefur það verið til fyrirmyndar að slíkur rekstur sé út á landi og þannig gefið þeim sem þurfa að afplána refsingu að gera það nær fjölskyldu. Að ógleymdu því að mikil samlegðaráhrif hafa verið með löggæslu á Akureyri sem nú hlýtur að þurfa að bæta upp með auknu fjármagni til hennar. Maður hefði haldið að allir þessir þættir yrðu til þess að skynsamlegt þætti að halda þessum rekstri áfram en svo er víst ekki. Í þokkabót var svo exeljafnan sett upp þannig að með þeim fjármunum sem myndu sparast með lokun á Akureyri yrði hægt að gera svo margfalt meira fyrir með því að flytja störfin á suðvesturhornið. Helst minnti lýsingin mann á söguna af Jóa og baunagrasinu þar sem fræin fáu urðu að slíkum kynjum sem baunagrasið varð. Störfin reiknuð suður Og þarna er mergur málsins kominn svo berlega í ljós. Á síðustu árum hefur markvisst verið dregið úr þjónustu og störfum á landsbyggðinni undir merkjum reiknaðra stærða að með ólíkindum er. Á sama tíma hefur landsbyggðin ekkert slegið af þeirri miklu verðmætasköpun sem sannarlega fer þar fram fyrir þjóðarbúið og skyldi maður ætla að með henni ætti að myndast einhver innistæða fyrir því að halda úti sanngjarni grunnþjónustu sem allir íbúar ættu að njóta óháð efnahag og staðsetningu. Þá ríma hagræðingaraðgerðir eins og þessar ekki síður illa við það stef sem stjórnvöld hafa slegið nú með störfum án staðsetningar. Það hefði farið betur að öll orkan, sem fer í þessar aðgerðir, hefði farið í að efla sókn á þeim vettvangi og gera fólki kleyft að starfa óháð staðsetningu og efla nýsköpun og klasasetur um land allt í þeim tilgangi frekar en reyna nú enn að klípa af störf út um land til að efla suðvesturhornið. Við erum nefnilega svo heppinn að þar er til staðar þensla sem þarf ekki að efla heldur gera því kleift að hún berist um landið allt. Það þarf kjark til að breyta Þá varð mikill stormur í fjölmiðlum nú þegar vitnaðist að ráðherra Framsóknarflokksins hyggðist fara með nokkur störf út á land. Farið var í mikla fréttskýringar hvernig sá flokkur hefði vogað sér að storka náttúruöflunum í gegnum tíðina og hafa þá sýn að rétt gæti verið að stofnanir þjóðarinnar ættu nú kannski að bjóða upp á að hluti sinnar landsdekkandi starfsemi gæti hugsanlega unnist úti á landi. Var það auðheyrt að hér væri á ferðinni slík ósvinna að annað eins hefur ekki heyrst enda engar líkur á að hægt væri að vinna sérhæfð störf í fásinninu úti á landi. Þar ættu menn bara að sinna grunnatvinnuvegum og ekki að vera að heimta alltaf eitthvað meira. Það er nefnilega svo að störf fyrir langskólagengið fólk eru uppistaðan hjá mörgum opinberum stofnunum. Ég vona svo sannarlega að heimsmynd þeirra sem þetta gagnrýna mest verði stærri og ferðasumarið innanlands sem nú stendur yfir geri þeim kleift að fara nú út um land og sjá að Ísland er stærra en suðvesturhornið. Það er blómlegt og út um land allt er kraftur og áræðni til að takast á við aukin verkefni og eflaust líka til fólk sem vill flytja þangað ef það hefur tækifæri til með aukinni og fjölbreyttari atvinnu. Framsóknarflokkurinn trúir allavega á slíkt og að hér geti þrifist gott samfélag um land allt með öflugri höfuðborg og landsbyggð. Ég er stoltur af þeirri sýn og tilbúinn til að vinna að henni með öllum sem henni deila. Svo vona ég sannarlega að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki jafnvel næst þegar ákveðið verður að leggja niður opinber störf í litlu samfélagi út á landi sem hafa meiri margfeldisáhrif á það samfélag heldur en þau sem um hefur verið rætt síðustu daga í öllum fréttatímum. Svo vona ég að landsmenn allir njóti sumarsins á okkar magnaða landi sem við viljum öll að sé í sem blómlegastri byggð um ókomna framtíð. Höfundur er ritari Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Framsóknarflokkurinn Jón Björn Hákonarson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að sumarið leiki um okkur landsmenn þessa dagana og áhyggjur hverfi um stund hjá okkur þá stinga upp kollinum fréttir um lokun og hagræðingar víða í samfélaginu. Nú ætla ég ekki að draga á nokkurn hátt úr þeim alvarleika sem við stöndum frammi fyrir í efnahagslífinu og nauðsyn þess að bregðast við. Engu að síður er það mjög merkilegt að sjá ýmsar tillögur þess efnis sem verið er að vinna að nú. Stendur þar uppúr, sem dæmi, boðuð lokun fangelsisins á Akureyri sem tilkynnt var um á dögunum. Sá rekstur hefur þótt, í gegnum tíðina, hafa haft gott yfirbragð mannúðar og sem slíkur verið talinn af þeim sem til þekkja gott dæmi um betrunarúræði sem fangelsi eiga að vera. Þá hefur það verið til fyrirmyndar að slíkur rekstur sé út á landi og þannig gefið þeim sem þurfa að afplána refsingu að gera það nær fjölskyldu. Að ógleymdu því að mikil samlegðaráhrif hafa verið með löggæslu á Akureyri sem nú hlýtur að þurfa að bæta upp með auknu fjármagni til hennar. Maður hefði haldið að allir þessir þættir yrðu til þess að skynsamlegt þætti að halda þessum rekstri áfram en svo er víst ekki. Í þokkabót var svo exeljafnan sett upp þannig að með þeim fjármunum sem myndu sparast með lokun á Akureyri yrði hægt að gera svo margfalt meira fyrir með því að flytja störfin á suðvesturhornið. Helst minnti lýsingin mann á söguna af Jóa og baunagrasinu þar sem fræin fáu urðu að slíkum kynjum sem baunagrasið varð. Störfin reiknuð suður Og þarna er mergur málsins kominn svo berlega í ljós. Á síðustu árum hefur markvisst verið dregið úr þjónustu og störfum á landsbyggðinni undir merkjum reiknaðra stærða að með ólíkindum er. Á sama tíma hefur landsbyggðin ekkert slegið af þeirri miklu verðmætasköpun sem sannarlega fer þar fram fyrir þjóðarbúið og skyldi maður ætla að með henni ætti að myndast einhver innistæða fyrir því að halda úti sanngjarni grunnþjónustu sem allir íbúar ættu að njóta óháð efnahag og staðsetningu. Þá ríma hagræðingaraðgerðir eins og þessar ekki síður illa við það stef sem stjórnvöld hafa slegið nú með störfum án staðsetningar. Það hefði farið betur að öll orkan, sem fer í þessar aðgerðir, hefði farið í að efla sókn á þeim vettvangi og gera fólki kleyft að starfa óháð staðsetningu og efla nýsköpun og klasasetur um land allt í þeim tilgangi frekar en reyna nú enn að klípa af störf út um land til að efla suðvesturhornið. Við erum nefnilega svo heppinn að þar er til staðar þensla sem þarf ekki að efla heldur gera því kleift að hún berist um landið allt. Það þarf kjark til að breyta Þá varð mikill stormur í fjölmiðlum nú þegar vitnaðist að ráðherra Framsóknarflokksins hyggðist fara með nokkur störf út á land. Farið var í mikla fréttskýringar hvernig sá flokkur hefði vogað sér að storka náttúruöflunum í gegnum tíðina og hafa þá sýn að rétt gæti verið að stofnanir þjóðarinnar ættu nú kannski að bjóða upp á að hluti sinnar landsdekkandi starfsemi gæti hugsanlega unnist úti á landi. Var það auðheyrt að hér væri á ferðinni slík ósvinna að annað eins hefur ekki heyrst enda engar líkur á að hægt væri að vinna sérhæfð störf í fásinninu úti á landi. Þar ættu menn bara að sinna grunnatvinnuvegum og ekki að vera að heimta alltaf eitthvað meira. Það er nefnilega svo að störf fyrir langskólagengið fólk eru uppistaðan hjá mörgum opinberum stofnunum. Ég vona svo sannarlega að heimsmynd þeirra sem þetta gagnrýna mest verði stærri og ferðasumarið innanlands sem nú stendur yfir geri þeim kleift að fara nú út um land og sjá að Ísland er stærra en suðvesturhornið. Það er blómlegt og út um land allt er kraftur og áræðni til að takast á við aukin verkefni og eflaust líka til fólk sem vill flytja þangað ef það hefur tækifæri til með aukinni og fjölbreyttari atvinnu. Framsóknarflokkurinn trúir allavega á slíkt og að hér geti þrifist gott samfélag um land allt með öflugri höfuðborg og landsbyggð. Ég er stoltur af þeirri sýn og tilbúinn til að vinna að henni með öllum sem henni deila. Svo vona ég sannarlega að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki jafnvel næst þegar ákveðið verður að leggja niður opinber störf í litlu samfélagi út á landi sem hafa meiri margfeldisáhrif á það samfélag heldur en þau sem um hefur verið rætt síðustu daga í öllum fréttatímum. Svo vona ég að landsmenn allir njóti sumarsins á okkar magnaða landi sem við viljum öll að sé í sem blómlegastri byggð um ókomna framtíð. Höfundur er ritari Framsóknarflokksins
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun