Veröld sem var Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 14. júlí 2020 15:00 Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaramál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar