Matvöruverslun sem virkar eins og strætó Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júlí 2020 10:00 Matvöruverslun Grocery Neighbour sem virkar eins og strætó og ætlar sér í samkeppni við stóru matvöruverslanirnar. Í verslunum sjást víða merkingar þar sem fólk er beðið um að halda tveggja metra fjarlægðarmörkunum og þetta á við um verslanir hér heima sem erlendis. Nú ætlar kanadíska nýsköpunarfyrirtækið Grocery Neighbour sér stóra hluti á matvörumarkaðinum þar sem hugmyndin byggir meðal annars á því að fólk muni til framtíðar vilja halda fjarlægð við ókunnuga til dæmis þegar það verslar. Grocery Neighbour er því matvöruverslun á hjólum sem keyrir um hverfið líkt og ísbíllinn góði. Matvöruverslun á hjólum er reyndar ekki ný á nálinni og í frétt BBC Worklife segir til dæmis að slíkar verslanir séu starfræktar í Oklahoma og Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þær verslanir eru hins vegar með vöruúrval sem að mestu byggir á framleiðslu úr landbúnaði og sveitum. Grocery Neighbour ætlar sér hins vegar í samkeppni við stóru matvöruverslanirnar og er vöruúrvalið í samræmi við það. Ferskmeti ýmiss konar, allt frá kjöt og fisk er á boðstólnum auk ýmissa annarra vara sem hefðbundnar eru til heimilis- og matarframfærslu. Viðskiptavinir geta fengið tilkynningu um það í sérstöku appi hvenær rútan er í hverfinu þeirra eða næst er von á henni en að öllu jöfnu gengur rútan eins og strætó þar sem hver rúta fer sína eigin leið. Nú þegar hefur fyrirtækið hafið rekstur á þremur verslunarrútum en markmiðið er að þær verði orðnar eitt þúsund talsins innan tveggja ára. Forsvarsmenn eru bjartsýnir á þessi áform enda segja þeir að í upphafi hafi þeir sjálfir talið að verslunarrútan myndi fyrst og fremst henta markhópum eins og eldri borgurum. Reynslan hafi hins vegar strax sýnt að markhópurinn er mun fjölbreyttari þar sem allir aldurshópar eru að nýta sér rúturnar. Nýsköpun Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Í verslunum sjást víða merkingar þar sem fólk er beðið um að halda tveggja metra fjarlægðarmörkunum og þetta á við um verslanir hér heima sem erlendis. Nú ætlar kanadíska nýsköpunarfyrirtækið Grocery Neighbour sér stóra hluti á matvörumarkaðinum þar sem hugmyndin byggir meðal annars á því að fólk muni til framtíðar vilja halda fjarlægð við ókunnuga til dæmis þegar það verslar. Grocery Neighbour er því matvöruverslun á hjólum sem keyrir um hverfið líkt og ísbíllinn góði. Matvöruverslun á hjólum er reyndar ekki ný á nálinni og í frétt BBC Worklife segir til dæmis að slíkar verslanir séu starfræktar í Oklahoma og Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þær verslanir eru hins vegar með vöruúrval sem að mestu byggir á framleiðslu úr landbúnaði og sveitum. Grocery Neighbour ætlar sér hins vegar í samkeppni við stóru matvöruverslanirnar og er vöruúrvalið í samræmi við það. Ferskmeti ýmiss konar, allt frá kjöt og fisk er á boðstólnum auk ýmissa annarra vara sem hefðbundnar eru til heimilis- og matarframfærslu. Viðskiptavinir geta fengið tilkynningu um það í sérstöku appi hvenær rútan er í hverfinu þeirra eða næst er von á henni en að öllu jöfnu gengur rútan eins og strætó þar sem hver rúta fer sína eigin leið. Nú þegar hefur fyrirtækið hafið rekstur á þremur verslunarrútum en markmiðið er að þær verði orðnar eitt þúsund talsins innan tveggja ára. Forsvarsmenn eru bjartsýnir á þessi áform enda segja þeir að í upphafi hafi þeir sjálfir talið að verslunarrútan myndi fyrst og fremst henta markhópum eins og eldri borgurum. Reynslan hafi hins vegar strax sýnt að markhópurinn er mun fjölbreyttari þar sem allir aldurshópar eru að nýta sér rúturnar.
Nýsköpun Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira