Óttast að tölfræði um faraldurinn verði notuð í pólitískum tilgangi eftir ný tilmæli til sjúkrahúsa Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 07:51 Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci, eins helsta smitvarnarsérfræðings ríkisstjórnarinnar, meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Vísir/Getty Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00
Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50