Maður handtekinn vegna hnífstunguárása í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 12:00 Frá Sarpsborg í Noregi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna. Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna.
Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30