Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Telma Tómasson skrifar 15. júlí 2020 13:27 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55