Sigríður Dögg segir ofsafengin viðbrögð við frétt sinni lýsa brengluðum hugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 16:16 „Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira