Yfirlýsing Sjómannafélags Íslands Jónas Garðarsson skrifar 15. júlí 2020 16:30 Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Þar segir í 18. grein: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“ Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum. Fyrir níu dögum dæmdi Félagsdómur verkfall Sjómannafélags Íslands löglegt. Dómurinn dæmdi að bæjarútgerð Vestmannaeyja bæri að gera kjarasamning við fólkið um borð í Herjólfi. Það er rétt að upplýsa að vinnuskylda háseta og þerna sem annarra skipverja um borð í Herjólfi er frá hálfsjö að morgni fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími fólksins er að 2/3 utan dagvinnutíma. Fólkinu er gert að vinna þrjár helgar í mánuði og alla hátíðsdaga. Bæjaryfirvöld í Eyjum neita að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr 3 í 5 yfir hásumarið vegna álags. Þegar vélstjóri gekk í land og brottför tafðist, fór venslamaður bæjarfulltrúa í plássið og innsiglaði og innmúraði aðild bæjaryfirvalda að lögleysunni. Framkvæmdastjóri útgerðarfélags bæjarstjórnar segir að gamla Herjólfi hafi seinkað þar sem skipið hafi legið lengi við bryggju og sigli þar sem nýi Herjólfur fari senn í skoðun. Sannleiksunnandi í stól framkvæmdastjóra, eða hvað finnst leasanda? Sonur framkvæmdastjórans er meðal verkfallsbrjóta. Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama. Siglingamálastofnun hlýtur að ganga úr skugga um hvort alls öryggis um borð sé fullnægt. Bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð ofríkinu í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf. Fyrir hönd Sjómannafélags Íslands,Jónas Garðarsson formaður samninganefndar SÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Herjólfur Samgöngur Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Þar segir í 18. grein: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“ Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum. Fyrir níu dögum dæmdi Félagsdómur verkfall Sjómannafélags Íslands löglegt. Dómurinn dæmdi að bæjarútgerð Vestmannaeyja bæri að gera kjarasamning við fólkið um borð í Herjólfi. Það er rétt að upplýsa að vinnuskylda háseta og þerna sem annarra skipverja um borð í Herjólfi er frá hálfsjö að morgni fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími fólksins er að 2/3 utan dagvinnutíma. Fólkinu er gert að vinna þrjár helgar í mánuði og alla hátíðsdaga. Bæjaryfirvöld í Eyjum neita að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr 3 í 5 yfir hásumarið vegna álags. Þegar vélstjóri gekk í land og brottför tafðist, fór venslamaður bæjarfulltrúa í plássið og innsiglaði og innmúraði aðild bæjaryfirvalda að lögleysunni. Framkvæmdastjóri útgerðarfélags bæjarstjórnar segir að gamla Herjólfi hafi seinkað þar sem skipið hafi legið lengi við bryggju og sigli þar sem nýi Herjólfur fari senn í skoðun. Sannleiksunnandi í stól framkvæmdastjóra, eða hvað finnst leasanda? Sonur framkvæmdastjórans er meðal verkfallsbrjóta. Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama. Siglingamálastofnun hlýtur að ganga úr skugga um hvort alls öryggis um borð sé fullnægt. Bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð ofríkinu í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf. Fyrir hönd Sjómannafélags Íslands,Jónas Garðarsson formaður samninganefndar SÍ
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar