Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 14:42 Að sögn verkefnastjóra Borgarlínunnar verða framkvæmdirnar ekki jafn dýrar og margir hafa haldið fram. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30