Þrjár vikur í barnið og „fjallageitin“ Anníe Mist gefur ekkert eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir kallaði sig fjallageit eftir að hún klifraði upp í þessa kletta komin 37 vikur á leið. Skjámynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira