Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 19:15 Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama. Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama.
Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira