Pílagrímar gengu 120 kílómetra leið í Skálholt á Skálholtshátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 19:30 Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira