Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:25 Ísbjörn á veiðum á hafís norður af Svalbarða. Hop hafíssins þýðir að erfiðara verður fyrir birnina að leita sér að fæðu. Þær breytingar sem stefnir í að verði á jörðinni fyrir lok aldarinnar gætu leitt til þess að birnirnir svelti. Vísir/Getty Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú. Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú.
Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent