Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 22:43 Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, deildi nú í kvöld tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Færsluna sem Gunter deildi birit Trump fyrir um tveimur klukkustundum. Þar má sjá mynd af honum með grímu fyrir vitum sér. Með myndinni skrifar Trump skilaboð sem eru áþekk þeim sem Gunter birtir. We are United to defeat the Invisible China Virus! 🇺🇸🇮🇸 https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Margir segja það merki um þjóðarást að bera grímu þegar maður getur ekki stundað félagsforðun (e. social distancing.) Það er enginn þjóðræknari en ég, uppáhalds forsetinn ykkar,“ skrifar Trump einnig. Ekki er langt síðan Trump lét undan þrýstingi og fór að bera grímur á almannafæri. Hann hefur þá lýst því yfir að það eigi að vera val hvers og eins að bera grímu á almannafæri, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum mælist til þess að allir beri andlitsgrímur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa þannig skyldað íbúa til þess að vera með grímur á almannafæri til að hefta útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, deildi nú í kvöld tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Færsluna sem Gunter deildi birit Trump fyrir um tveimur klukkustundum. Þar má sjá mynd af honum með grímu fyrir vitum sér. Með myndinni skrifar Trump skilaboð sem eru áþekk þeim sem Gunter birtir. We are United to defeat the Invisible China Virus! 🇺🇸🇮🇸 https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Margir segja það merki um þjóðarást að bera grímu þegar maður getur ekki stundað félagsforðun (e. social distancing.) Það er enginn þjóðræknari en ég, uppáhalds forsetinn ykkar,“ skrifar Trump einnig. Ekki er langt síðan Trump lét undan þrýstingi og fór að bera grímur á almannafæri. Hann hefur þá lýst því yfir að það eigi að vera val hvers og eins að bera grímu á almannafæri, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum mælist til þess að allir beri andlitsgrímur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa þannig skyldað íbúa til þess að vera með grímur á almannafæri til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00