„Grafalvarlegt“ fyrir Ólaf Inga - „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 17:00 Ólafur Ingi Skúlason hefur komið við sögu í þremur leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/VILHELM „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira
„Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga
Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira
Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30
Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26