„Fordæmalaus stigmögnun“ í deilu Bandaríkjanna og Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2020 19:00 Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna. Kína Bandaríkin Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna.
Kína Bandaríkin Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira