„Þetta verður frábær og skemmtilegur dagur enda ekki á hverjum degi sem sundlaug fagnar 60 ára afmæli. Í tilefni dagsins bjóðum við öllum landsmönnum að koma frítt í sund til okkar og þiggja afmælisköku og kaffi með því, ásamt því að njóta þess að vera með okkur í þessari frábæru laug“, segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður sundhallar Selfoss.

Um 320 þúsund manns koma í sundlaugina á Selfossi árlega og þarf starfa 25 starfsmenn.
Hátíðardagskrá vegna afmælisins hefst klukkan 16:00 en þá verður ávarpa frá fulltrúa bæjarstjórnar.
Einnig munu Pétur Kristjánsson og Martein Sigurgeirsson synda heiðurssund í tilefni dagsins en þeir syntu vígslusundið í lauginni árið 1960. Karítas Harpa Davíðsdóttir og Alexander Freyr Olgeirsson munu svo spila og syngja vel valin lög fyrir sundlaugargesti.

