Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 13:34 Flugvélar voru notaðar til að sleppa vatni yfir elda sem brunnu í þjóðgarði í Burjatíu í sunnanverðri Síberíu fyrr í þessum mánuði. Þá var talið að logaði í um 910 hekturum lands á svæðinu. AP/Almannavarnir Rússlands Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á. Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á.
Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31
Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00