Sara skoraði í þriðja leiknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 15:00 Sara Björk hefur skorað í öllum þremur leikjunum sem hún hefur spilað með Lyon. vísir/vilhelm Það er engum ofsögum sagt að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi farið vel af stað með Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon. Landsliðsfyrirliðinn hefur leikið þrjá leiki með Lyon á undirbúningstímabilinu og skorað í þeim öllum. Sara skoraði eitt mark í stórsigri Lyon á Gornik Leczna, 9-0, í Póllandi í dag og lagði upp annað. Í fyrradag skoraði hún eitt mark í 4-1 sigri á Czarni Sosnowiec og á laugardaginn gerði hún eitt marka franska liðsins í 5-0 sigri á Medyk Konin. Sara kom inn á sem varamaður fyrir Saki Kumagi í hálfleik í leiknum í dag. Á 58. mínútu lagði hún upp mark fyrir ensku landsliðskonuna Lucy Bronze sem kom Lyon í 7-0. Melvine Malard kom Lyon í 8-0 á 63. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Sara níunda markið. Nikita Parris skoraði þrennu fyrir Lyon í leiknum í dag, Eugénie Le Sommer skoraði tvö mörk og Sara, Malard, Bronze og Amandine Henry sitt markið hver. Nos joueuses s'imposent 9 buts à 0 face au Gornik Leczna pour conclure brillamment le stage en Pologne ! @lilkeets (x3), @ELS_9_FRANCE (x2), @amandinehenry6, @LucyBronze, @MelvineMalard et @sarabjork18. #OLGOR pic.twitter.com/aIbhLmtbCP— OL Féminin (@OLfeminin) July 24, 2020 Lyon á enn eftir að klára tímabilið 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti keppnisleikur liðsins eftir nokkurra mánaða hlé verður sunnudaginn 2. ágúst. Lyon sækir þá Guingamp heim í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn fer svo fram 9. ágúst. Þann 22. ágúst mætir Lyon svo Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg í Meistaradeildinni á þessu tímabili má Sara spila með Lyon í átta liða úrslitum keppninnar og á seinni stigum hennar ef liðið kemst áfram. Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Það er engum ofsögum sagt að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi farið vel af stað með Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon. Landsliðsfyrirliðinn hefur leikið þrjá leiki með Lyon á undirbúningstímabilinu og skorað í þeim öllum. Sara skoraði eitt mark í stórsigri Lyon á Gornik Leczna, 9-0, í Póllandi í dag og lagði upp annað. Í fyrradag skoraði hún eitt mark í 4-1 sigri á Czarni Sosnowiec og á laugardaginn gerði hún eitt marka franska liðsins í 5-0 sigri á Medyk Konin. Sara kom inn á sem varamaður fyrir Saki Kumagi í hálfleik í leiknum í dag. Á 58. mínútu lagði hún upp mark fyrir ensku landsliðskonuna Lucy Bronze sem kom Lyon í 7-0. Melvine Malard kom Lyon í 8-0 á 63. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Sara níunda markið. Nikita Parris skoraði þrennu fyrir Lyon í leiknum í dag, Eugénie Le Sommer skoraði tvö mörk og Sara, Malard, Bronze og Amandine Henry sitt markið hver. Nos joueuses s'imposent 9 buts à 0 face au Gornik Leczna pour conclure brillamment le stage en Pologne ! @lilkeets (x3), @ELS_9_FRANCE (x2), @amandinehenry6, @LucyBronze, @MelvineMalard et @sarabjork18. #OLGOR pic.twitter.com/aIbhLmtbCP— OL Féminin (@OLfeminin) July 24, 2020 Lyon á enn eftir að klára tímabilið 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti keppnisleikur liðsins eftir nokkurra mánaða hlé verður sunnudaginn 2. ágúst. Lyon sækir þá Guingamp heim í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn fer svo fram 9. ágúst. Þann 22. ágúst mætir Lyon svo Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg í Meistaradeildinni á þessu tímabili má Sara spila með Lyon í átta liða úrslitum keppninnar og á seinni stigum hennar ef liðið kemst áfram.
Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira