Hjörvar í sjokki yfir markvörðunum og lyfti gula spjaldinu: „Tómt bull og bras“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:15 Hjörvar Hafliðason neyddist til að fara í vasann og ná í gula spjaldið, til að áminna markverði landsins. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
„Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00
Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30