Olivia de Havilland látin 104 ára að aldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 16:42 Olivia de Havilland á fimmta áratugnum. Getty/ Pictorial Parade Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör. Andlát Hollywood Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör.
Andlát Hollywood Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira