Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var sáttur með stigið í Garðabænum en Víkingar máttu alls ekki tapa leiknum. vísir/bára Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00