„Það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 11:00 Ingibergur Kort Sigurðsson slær Hauk Pál Sigurðsson. Jónatan Ingi Jónsson, dómari leiksins, kemur aðvífandi. Skömmu síðar lyfi hann rauða spjaldinu. vísir/stöð 2 sport Atli Viðar Björnsson segir að Fjölnismenn geti ekkert kvartað yfir rauða spjaldinu sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk í 1-3 tapinu fyrir Valsmönnum á Extra-vellinum í gær. Valur var 0-2 yfir í hálfleik en Jóhann Árni Gunnarsson minnkaði muninn í 1-2 fyrir Fjölni á 52. mínútu. Sjö mínútum síðar var Ingibergur rekinn af velli. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, reyndi tvisvar að brjóta á Ingibergi sem brást illa við og sló Hauk í bringuna. Jóhann Ingi Jónsson gaf Ingibergi rauða spjaldið og þátttöku hans í leiknum var því lokið. „Haukur gerir tvær tilraunir til að stoppa hann og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Það verðskuldar gult spjald. En það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt,“ sagði Atli Viðar í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Þeir voru komnir inn í leikinn og höfðu tækifæri til að stríða Völsurunum og jafna en hann missir hausinn og er réttilega sendur í bað.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Rauða spjaldið á Ingiberg Sigurður Egill Lárusson skoraði svo þriðja mark Vals á 1-3 og gulltryggði sigur gestanna. Með sigrinum fóru Valsmenn á topp Pepsi Max-deildarinnar. Fjölnismenn eru hins vegar á botni hennar. Í viðtali Vísi eftir leikinn sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, að Ingibergi hefðu orðið á mistök. „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn KR á Meistaravöllum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur Grafarvogspilta er á móti ÍA á miðvikudaginn í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson segir að Fjölnismenn geti ekkert kvartað yfir rauða spjaldinu sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk í 1-3 tapinu fyrir Valsmönnum á Extra-vellinum í gær. Valur var 0-2 yfir í hálfleik en Jóhann Árni Gunnarsson minnkaði muninn í 1-2 fyrir Fjölni á 52. mínútu. Sjö mínútum síðar var Ingibergur rekinn af velli. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, reyndi tvisvar að brjóta á Ingibergi sem brást illa við og sló Hauk í bringuna. Jóhann Ingi Jónsson gaf Ingibergi rauða spjaldið og þátttöku hans í leiknum var því lokið. „Haukur gerir tvær tilraunir til að stoppa hann og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Það verðskuldar gult spjald. En það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt,“ sagði Atli Viðar í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Þeir voru komnir inn í leikinn og höfðu tækifæri til að stríða Völsurunum og jafna en hann missir hausinn og er réttilega sendur í bað.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Rauða spjaldið á Ingiberg Sigurður Egill Lárusson skoraði svo þriðja mark Vals á 1-3 og gulltryggði sigur gestanna. Með sigrinum fóru Valsmenn á topp Pepsi Max-deildarinnar. Fjölnismenn eru hins vegar á botni hennar. Í viðtali Vísi eftir leikinn sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, að Ingibergi hefðu orðið á mistök. „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn KR á Meistaravöllum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur Grafarvogspilta er á móti ÍA á miðvikudaginn í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02