Kyrie setti á fót sjóð til að aðstoða körfuboltakonur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 12:00 Irving með boltann í leik gegn Los Angeles Lakers í janúar á þessu ári. Jim McIsaac/Getty Images Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00
Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00
Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30
NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00
Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum