Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 23:14 Aðgerðir spænskra stjórnvalda munu án efa hafa mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. Vísir/AP Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent