Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við spurningum á fundinum í gær. getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19