Alríkislögreglumenn munu yfirgefa Portland Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 00:17 Frá átökum í Portland í vikunni. Getty/Spencer Platt Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá ákvörðun stjórnvalda en ekki var gefinn upp ákveðinn tímarammi aðgerðanna. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Chad Wolf, sagði í yfirlýsingunni að ákvörðunin krefjist þess að lögreglan í Portland verndi með fullnægjandi hætti alríkisbyggingar borgarinnar en þar hefur þungamiðja mótmælanna verið. Húsnæði Alríkisdómstóls í miðborginni hefur verið vettvangur hatrammra átaka milli mótmælanda og löggæslumanna en vera alríkislögreglumanna þykir hafa gert illt verra í borginni. Mótmælin hófust eftir dauða George Floyd í Minnesota í lok maí mánaðar og hafði ríkisstjórnin ákveðið að senda alríkishermenn til borgarinnar fyrr í júlí. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af andstæðingum Trump forseta og þar á meðal var ríkisstjóri Oregon Kate Brown og borgarstjóri Portland, Ted Wheeler, en bæði koma úr röðum Demókrataflokksins. Ríkisstjórinn Brown sem hefur sagt veru lögreglumannanna í borginni vera hluta af kosningabaráttu Repúblikana sem hvorki hún né borgarstjórinn Wheeler báðu um, segir að samkomulag hafi náðst við yfirvöld og muni hernámsliðið, líkt og hún orðaði það, byrja að yfirgefa borgina strax í dag. Alríkislögreglumenn sem staðsettir hafa verið við dómshúsið munu þó ekki yfirgefa svæðið að svo stöddu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá ákvörðun stjórnvalda en ekki var gefinn upp ákveðinn tímarammi aðgerðanna. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Chad Wolf, sagði í yfirlýsingunni að ákvörðunin krefjist þess að lögreglan í Portland verndi með fullnægjandi hætti alríkisbyggingar borgarinnar en þar hefur þungamiðja mótmælanna verið. Húsnæði Alríkisdómstóls í miðborginni hefur verið vettvangur hatrammra átaka milli mótmælanda og löggæslumanna en vera alríkislögreglumanna þykir hafa gert illt verra í borginni. Mótmælin hófust eftir dauða George Floyd í Minnesota í lok maí mánaðar og hafði ríkisstjórnin ákveðið að senda alríkishermenn til borgarinnar fyrr í júlí. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af andstæðingum Trump forseta og þar á meðal var ríkisstjóri Oregon Kate Brown og borgarstjóri Portland, Ted Wheeler, en bæði koma úr röðum Demókrataflokksins. Ríkisstjórinn Brown sem hefur sagt veru lögreglumannanna í borginni vera hluta af kosningabaráttu Repúblikana sem hvorki hún né borgarstjórinn Wheeler báðu um, segir að samkomulag hafi náðst við yfirvöld og muni hernámsliðið, líkt og hún orðaði það, byrja að yfirgefa borgina strax í dag. Alríkislögreglumenn sem staðsettir hafa verið við dómshúsið munu þó ekki yfirgefa svæðið að svo stöddu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira