Alríkislögreglumenn munu yfirgefa Portland Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 00:17 Frá átökum í Portland í vikunni. Getty/Spencer Platt Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá ákvörðun stjórnvalda en ekki var gefinn upp ákveðinn tímarammi aðgerðanna. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Chad Wolf, sagði í yfirlýsingunni að ákvörðunin krefjist þess að lögreglan í Portland verndi með fullnægjandi hætti alríkisbyggingar borgarinnar en þar hefur þungamiðja mótmælanna verið. Húsnæði Alríkisdómstóls í miðborginni hefur verið vettvangur hatrammra átaka milli mótmælanda og löggæslumanna en vera alríkislögreglumanna þykir hafa gert illt verra í borginni. Mótmælin hófust eftir dauða George Floyd í Minnesota í lok maí mánaðar og hafði ríkisstjórnin ákveðið að senda alríkishermenn til borgarinnar fyrr í júlí. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af andstæðingum Trump forseta og þar á meðal var ríkisstjóri Oregon Kate Brown og borgarstjóri Portland, Ted Wheeler, en bæði koma úr röðum Demókrataflokksins. Ríkisstjórinn Brown sem hefur sagt veru lögreglumannanna í borginni vera hluta af kosningabaráttu Repúblikana sem hvorki hún né borgarstjórinn Wheeler báðu um, segir að samkomulag hafi náðst við yfirvöld og muni hernámsliðið, líkt og hún orðaði það, byrja að yfirgefa borgina strax í dag. Alríkislögreglumenn sem staðsettir hafa verið við dómshúsið munu þó ekki yfirgefa svæðið að svo stöddu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá ákvörðun stjórnvalda en ekki var gefinn upp ákveðinn tímarammi aðgerðanna. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Chad Wolf, sagði í yfirlýsingunni að ákvörðunin krefjist þess að lögreglan í Portland verndi með fullnægjandi hætti alríkisbyggingar borgarinnar en þar hefur þungamiðja mótmælanna verið. Húsnæði Alríkisdómstóls í miðborginni hefur verið vettvangur hatrammra átaka milli mótmælanda og löggæslumanna en vera alríkislögreglumanna þykir hafa gert illt verra í borginni. Mótmælin hófust eftir dauða George Floyd í Minnesota í lok maí mánaðar og hafði ríkisstjórnin ákveðið að senda alríkishermenn til borgarinnar fyrr í júlí. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af andstæðingum Trump forseta og þar á meðal var ríkisstjóri Oregon Kate Brown og borgarstjóri Portland, Ted Wheeler, en bæði koma úr röðum Demókrataflokksins. Ríkisstjórinn Brown sem hefur sagt veru lögreglumannanna í borginni vera hluta af kosningabaráttu Repúblikana sem hvorki hún né borgarstjórinn Wheeler báðu um, segir að samkomulag hafi náðst við yfirvöld og muni hernámsliðið, líkt og hún orðaði það, byrja að yfirgefa borgina strax í dag. Alríkislögreglumenn sem staðsettir hafa verið við dómshúsið munu þó ekki yfirgefa svæðið að svo stöddu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira