Auglýsingastofan Sahara varð fyrir netárás Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 18:50 Netárás var gerð á Facebook-aðgang auglýsingastofunnar Sahara aðfaranótt 30. júlí og hefur stofan tapað tengingu við aðganginn. Því er ekki ljóst hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir árásinni í gegnum aðgang Sahara en auglýsingastofan hefur sett sig í samband við viðskiptavini. Tölvuþrjótarnir virðast vera að setja upp auglýsingar með það að markmiði að selja vörur á erlendum mörkuðum. Þó sé erfitt að meta hvort um fjölbreyttar auglýsingar sé að ræða á meðan Sahara bíður upplýsinga frá Facebook. „Sahara hefur því sett sig í samband við viðskiptavini með upplýsingum um stöðu mála og leiðbeiningum sem snúa að þessu öryggisbroti til að halda öllum upplýstum á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum frá Facebook, en skv. þeim upplýsingum sem Sahara hefur fengið getur það tekið allt að 72 klukkutíma að afgreiða mál að þessari tegund,“ segir í tilkynningu frá Sahara. Málið er í forgangi hjá Facebook þessa stundina og þykir því líklegt að fleiri aðgangar hafi orðið fyrir samskonar árásum. Þeir aðgangar sem urðu fyrir netárásinni munu fá endurgreiðslu og eru einhver fyrirtæki nú þegar farin að fá greiðslu vegna þess. Sahara hefur sett sig í samband við tölvuöryggisfyrirtækið Syndis vegna málsins. „Okkur í Sahara þykir það mjög leitt að þetta hafi gerst og erum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að afgreiða þetta mál í samstarfi við Facebook. Við höfum sett okkur í samband við Syndis sem aðstoðar okkur eftir fremsta megni,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Netöryggi Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Netárás var gerð á Facebook-aðgang auglýsingastofunnar Sahara aðfaranótt 30. júlí og hefur stofan tapað tengingu við aðganginn. Því er ekki ljóst hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir árásinni í gegnum aðgang Sahara en auglýsingastofan hefur sett sig í samband við viðskiptavini. Tölvuþrjótarnir virðast vera að setja upp auglýsingar með það að markmiði að selja vörur á erlendum mörkuðum. Þó sé erfitt að meta hvort um fjölbreyttar auglýsingar sé að ræða á meðan Sahara bíður upplýsinga frá Facebook. „Sahara hefur því sett sig í samband við viðskiptavini með upplýsingum um stöðu mála og leiðbeiningum sem snúa að þessu öryggisbroti til að halda öllum upplýstum á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum frá Facebook, en skv. þeim upplýsingum sem Sahara hefur fengið getur það tekið allt að 72 klukkutíma að afgreiða mál að þessari tegund,“ segir í tilkynningu frá Sahara. Málið er í forgangi hjá Facebook þessa stundina og þykir því líklegt að fleiri aðgangar hafi orðið fyrir samskonar árásum. Þeir aðgangar sem urðu fyrir netárásinni munu fá endurgreiðslu og eru einhver fyrirtæki nú þegar farin að fá greiðslu vegna þess. Sahara hefur sett sig í samband við tölvuöryggisfyrirtækið Syndis vegna málsins. „Okkur í Sahara þykir það mjög leitt að þetta hafi gerst og erum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að afgreiða þetta mál í samstarfi við Facebook. Við höfum sett okkur í samband við Syndis sem aðstoðar okkur eftir fremsta megni,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA.
Netöryggi Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira