„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“ hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 19:50 Sigrún Erna, rúgbrauðmeistari Reykholts í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira