Ekki hugmynd Ágústu að senda bréfið á ráðherra Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 18:18 Í væntanlegri bók Björns Inga er haft eftir ónefndum ráðherra að það beri vott um dómgreindarbrest að Ágústa hafi sent bréfið. Ágústa segir ósanngjarnt að halda því fram enda hafi hún sent bréfið ásamt þrettán öðrum rekstraraðilum. Facebook - Vísir/Vilhelm Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira