Sara Sigmundsdóttir, ein af CrossFit-drottningum Íslands, er komin í hóp með m.a. Hafþóri Júlíusi Björnssyni og fyrrum NFL-leikmanninum, James Harrison.
Sara tilkynnti í gær á Instagram-síðu sinni að hún hafi skrifað undir samning við fæðubótaframleiðandann Champions + Legends.
„Eftir heimsleikana árið 2019 breytti ég miklu í mínu lífi varðandi hvernig ég geri hlutina. Einn af hlutunum sem ég breytti var að ég bætti CBD-íþróttafæðubótaefni í mína daglegu rútínu,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína.
„Fyrst var ég að reyna fá CBD til þess að hjálpa mér að slaka á og sofa betur sem gerðist klárlega en ég hef einnig fundið hvernig líkamann minn hvílir sig og endurhleður sig betur eftir erfiða æfingu.“
Nú hefur, eins og áður segir, Sara skrifað undir samning við Champions + Legends og það er ekki slæmur hópur sem hún kemur inn í þar.
Þar er m.a. hægt að finna fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og tvöfaldan Superbowl-meistara, James Harrison, en hann vann Ofurskólina í tvígang með Puttsburg Steelers.
Sara er nú að undirbúa sig á fullu undir heimsleikana sem fara að öllum líkindum fram í september en þeir hefur verið frestað í tvígang vegna kórónuveirunnar.