Brasilískur fótboltamaður segist vera hrifinn af íslensku leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 09:00 Fred Saraiva í leik með Fram á móti Álftanesi í Mjólkurbikarnum. Vísir/HAG Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki