Tuttuguogsex Evrópuleikir í ágúst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 15:45 Vinnur Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fimmta sinn á síðustu sjö árum? getty/Gonzalo Arroyo Moreno Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira