Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 11:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira