Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 12:31 Óheimilt verður að auglýsa, selja eða dreifa sykruðum drykkjum til barna samkvæmt lögunum. Getty/SOPA Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra. Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra.
Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira