Zoe Saldana biðst afsökunar á að hafa leikið Ninu Simone Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 14:52 Zoe Saldana hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa farið með hlutverk Ninu Simone í kvikmynd um tónlistarkonuna. Getty/Axelle Leikkonan Zoe Saldana hefur beðist afsökunar á því að hafa leikið hina heimsfrægu tónlistarkonu Ninu Simone í kvikmynd um stjörnuna sem kom út árið 2016. Kvikmyndin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki ráðið þeldekkri leikkonu til að fara með hlutverk Simone í myndinni. Saldana, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Marvel-kvikmyndunum, er ættuð frá Dómíníska lýðveldinu og Portó Ríkó en dekkja þurfti húð hennar og sett var á hana gervinef fyrir hlutverkið. Forsvarsmenn dánarbús Simone neituðu að sýna kvikmyndinni stuðning og dóttir söngkonunnar gagnrýndi leikaravalið. Úr stiklu fyrir kvikmyndina Nina. Húð Saldana var dekkt fyrir hlutverkið og gervinef sett á hana til þess að hún líktist Simone frekar.Skjáskot Í viðtali, sem sýnt var á Instagram, sagði Saldana: „Ég hefði aldrei átt að leika Ninu.“ Hún hélt áfram og sagðist átt að hafa beitt sér fyrir því að svört kona yrði ráðin í hlutverkið. Simone Kelly, dóttir Ninu, skrifaði á opinbera Facebook-síðu Ninu Simone árið 2012: „Ég elska Zoe Saldana, við elskum öll Zoe… allt frá hlutverkum hennar í Avatar til Colombiana, ég hef horft á þessar kvikmyndir nokkrum sinnum. En sum verkefni eru ekki fyrir alla. Og ég veit hvað móðir mín hefði hugsað. Ég skil þetta bara ekki.“ Myndin, sem ber heitið Nina, féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum og fær t.a.m. aðeins 2% hjá kvikmyndagagnrýnivefsíðunni Rotten Tomatoes, en þar er allt undir 50 prósentum talið úldið. Saldana sagði jafnframt að Simone hafi átt betra skilið. „Ég hélt á þessum tíma að ég mætti leika hana vegna þess að ég er svört kona,“ sagði hún. „Ég er það. En þetta var Nina Simone. Og líf Ninu og hennar vegferð hefði átt að vera – og ætti að vera – heiðruð á sem nákvæmastan hátt vegna þess að hún var sérstaklega ákveðinn karakter.“ Nina Simone árið 1969.Getty/Jack Robinson „Hafandi sagt það: Mér þykir það leitt. Mér þykir það svo leitt. Ég veit betur í dag og ég mun aldrei gera svona aftur.“ Saldana hafði áður réttlætt það að hún hafi verið ráðin í hlutverk Simone og bar það fyrir sig að fyrst Elizabeth Taylor gæti leikið Kleópötru gæti hún leikið Ninu. Simone var heimsþekkt tónlistarkona og baráttukona fyrir réttindum svartra. Margir gagnrýnendur kvikmyndarinnar höfðu vakið athygli á því að Saldana væri of ljós til þess að fara með hlutverk Ninu, enda hafi þurft að dekkja húð hennar. Þá væri hún of snoppufríð til þess að leika Simone. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikkonan Zoe Saldana hefur beðist afsökunar á því að hafa leikið hina heimsfrægu tónlistarkonu Ninu Simone í kvikmynd um stjörnuna sem kom út árið 2016. Kvikmyndin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki ráðið þeldekkri leikkonu til að fara með hlutverk Simone í myndinni. Saldana, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Marvel-kvikmyndunum, er ættuð frá Dómíníska lýðveldinu og Portó Ríkó en dekkja þurfti húð hennar og sett var á hana gervinef fyrir hlutverkið. Forsvarsmenn dánarbús Simone neituðu að sýna kvikmyndinni stuðning og dóttir söngkonunnar gagnrýndi leikaravalið. Úr stiklu fyrir kvikmyndina Nina. Húð Saldana var dekkt fyrir hlutverkið og gervinef sett á hana til þess að hún líktist Simone frekar.Skjáskot Í viðtali, sem sýnt var á Instagram, sagði Saldana: „Ég hefði aldrei átt að leika Ninu.“ Hún hélt áfram og sagðist átt að hafa beitt sér fyrir því að svört kona yrði ráðin í hlutverkið. Simone Kelly, dóttir Ninu, skrifaði á opinbera Facebook-síðu Ninu Simone árið 2012: „Ég elska Zoe Saldana, við elskum öll Zoe… allt frá hlutverkum hennar í Avatar til Colombiana, ég hef horft á þessar kvikmyndir nokkrum sinnum. En sum verkefni eru ekki fyrir alla. Og ég veit hvað móðir mín hefði hugsað. Ég skil þetta bara ekki.“ Myndin, sem ber heitið Nina, féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum og fær t.a.m. aðeins 2% hjá kvikmyndagagnrýnivefsíðunni Rotten Tomatoes, en þar er allt undir 50 prósentum talið úldið. Saldana sagði jafnframt að Simone hafi átt betra skilið. „Ég hélt á þessum tíma að ég mætti leika hana vegna þess að ég er svört kona,“ sagði hún. „Ég er það. En þetta var Nina Simone. Og líf Ninu og hennar vegferð hefði átt að vera – og ætti að vera – heiðruð á sem nákvæmastan hátt vegna þess að hún var sérstaklega ákveðinn karakter.“ Nina Simone árið 1969.Getty/Jack Robinson „Hafandi sagt það: Mér þykir það leitt. Mér þykir það svo leitt. Ég veit betur í dag og ég mun aldrei gera svona aftur.“ Saldana hafði áður réttlætt það að hún hafi verið ráðin í hlutverk Simone og bar það fyrir sig að fyrst Elizabeth Taylor gæti leikið Kleópötru gæti hún leikið Ninu. Simone var heimsþekkt tónlistarkona og baráttukona fyrir réttindum svartra. Margir gagnrýnendur kvikmyndarinnar höfðu vakið athygli á því að Saldana væri of ljós til þess að fara með hlutverk Ninu, enda hafi þurft að dekkja húð hennar. Þá væri hún of snoppufríð til þess að leika Simone.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira