Ókeypis þátttaka í nýsköpunarhemil á Þingeyri Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. ágúst 2020 09:00 StartUp Westfjords nýsköpunarhemillinn verður haldinn á Þingeyri í október. Vísir/Blábankinn Dagana 12.-18.október verður tólf frumkvöðlum með nýsköpunarverkefni boðin þátttaka í StartupWestfjords nýsköpunarhemil á Þingeyri. Nýsköpunarhemillinn er á vegum Blábankans og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Andrea Barbieri framkvæmdastjóri Blábankans hvetur frumkvöðla til að sækja um því dagskránni er bæði ætlað að vera þeim lærdómsrík en eins tækifæri til að vinna enn frekar að sínum nýsköpunarverkefnum. Dagskráin hefst á hverjum morgni með kynningu reynslumikilla aðila úr nýsköpun og atvinnulífi eða mentora. Mentorarnir verða fimm en þeir eru Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá íslenska ferðaklasanum, Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66 Norður, G. Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis, Stefán Þór Helgason hjá KPMG og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson hjá Fab Lab. Að sögn Andrea eru þessar kynningar mentora afar mikilvægar frumkvöðlum í nýsköpun. „Fólk fær að heyra frá reynslumiklu fólki hvernig það er að standa í rekstri eða að stýra stórfyrirtæki, hvernig hægt er að koma hugmyndum í framkvæmd, heyrir um markaðsaðferðir sem hafa virkað vel og fleira,“ segir Andrea og bætir við Það lærist svo margt af því að fá að heyra af raunverulegum dæmum, jafnvel um vandamál eða erfiðleika sem kunna að koma upp í þeirri vegferð sem rekstur eða framleiðsla er.“ Þá segir Andrea þátttakendur fá tækifæri til að ræða betur við mentorana því í lok dags er gert ráð fyrir tíma þar sem frumkvöðlarnir geta sest niður með þeim í frekari spjall og til að leita ráða fyrir sín verkefni. Mentorarnir fimm efri röð f.v.: G. Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis, Helgi Rúnar Óskarsson 66Norður, Stefán Þór Helgason KPMG. Neðri röð: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá ferðaklasanum og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson Fab Lab.Vísir/Blábankinn „Hemill“ en ekki nýsköpunarhraðall Eftir hádegi gefst frumkvöðlum hins vegar svigrúm til að vinna að sínum eigin verkefnum. Andrea segir staðsetninguna á Þingeyri skipta sköpum enda er orðið „hemill“ tilvísun í það að á Þingeyri komast frumkvöðlarnir í ró og næði. „Á Þingeyri búa um 250 manns þannig að fólk getur ekki annað en slakað á í samanburði við öngþveitið eða áreitið í borginni. Þetta eitt og sér gefur frumkvöðlunum oft svigrúm til að geta einbeitt sér enn betur, jafnvel að skoða hlutina í nýju ljósi því það endurnærast allir og verða uppfullir af orku í svona rólegu og náttúrulegu umhverfi,“ segir Andrea. Hann segir dagskránna líka gera ráð fyrir að þátttakendur hafi frelsi og svigrúm til að kynnast aðeins bænum, ekki sé gert ráð fyrir að fólk sé bundið allar stundir á meðan á dvölinni stendur. En geta allir frumkvöðlar sótt um eða þurfa verkefnin þeirra að uppfylla einhver ákveðin skilyrði? „Já, í raun geta allir sótt um en þegar að við metum umsóknir horfum við til nokkurra þátta sérstaklega. Til dæmis hversu mikið nýsköpunarvægi tiltekið verkefni hefur, hvort verkefnið geti þjónað breiðum hópi notenda eða samfélags, hversu góðar kynningar og áætlanir hafa verið unnar og fleira.“ Andrea segir alls ekki aðeins horft til þess hversu hagnaðardrifið nýsköpunarverkefnin eru því mikið er horft til annarra þátta einnig. „Við horfum sérstaklega til samfélagslegrar ábyrgðar og umhverfisvænna þátta. Í raun hvetjum við umsækjendur til að horfa á verkefnin sín með þessum augum því við erum öll partur af samfélagi þar sem öll neysla skilur eftir sig fótspor. Mega fleiri en einn aðili koma með hverju verkefni? „Já, það mega allt að tveir fylgja hverju verkefni og þessa dagana erum við líka að gera ráðstafanir vegna Covid-19 fjarlægðarmarka og fleira,“ segir Andrea. Þá segir hann þátttakendum bjóðast að dvelja í viku umfram þá viku sem dagskráin er haldin og nýta sér þá aðstöðu sem Blábankinn hefur afnot af en hann er í húsnæði sem áður hýsti banka. Áhugasamir geta sótt um í gegnum vefslóðina www.startupwestfjords.is. Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Dagana 12.-18.október verður tólf frumkvöðlum með nýsköpunarverkefni boðin þátttaka í StartupWestfjords nýsköpunarhemil á Þingeyri. Nýsköpunarhemillinn er á vegum Blábankans og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Andrea Barbieri framkvæmdastjóri Blábankans hvetur frumkvöðla til að sækja um því dagskránni er bæði ætlað að vera þeim lærdómsrík en eins tækifæri til að vinna enn frekar að sínum nýsköpunarverkefnum. Dagskráin hefst á hverjum morgni með kynningu reynslumikilla aðila úr nýsköpun og atvinnulífi eða mentora. Mentorarnir verða fimm en þeir eru Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá íslenska ferðaklasanum, Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66 Norður, G. Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis, Stefán Þór Helgason hjá KPMG og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson hjá Fab Lab. Að sögn Andrea eru þessar kynningar mentora afar mikilvægar frumkvöðlum í nýsköpun. „Fólk fær að heyra frá reynslumiklu fólki hvernig það er að standa í rekstri eða að stýra stórfyrirtæki, hvernig hægt er að koma hugmyndum í framkvæmd, heyrir um markaðsaðferðir sem hafa virkað vel og fleira,“ segir Andrea og bætir við Það lærist svo margt af því að fá að heyra af raunverulegum dæmum, jafnvel um vandamál eða erfiðleika sem kunna að koma upp í þeirri vegferð sem rekstur eða framleiðsla er.“ Þá segir Andrea þátttakendur fá tækifæri til að ræða betur við mentorana því í lok dags er gert ráð fyrir tíma þar sem frumkvöðlarnir geta sest niður með þeim í frekari spjall og til að leita ráða fyrir sín verkefni. Mentorarnir fimm efri röð f.v.: G. Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis, Helgi Rúnar Óskarsson 66Norður, Stefán Þór Helgason KPMG. Neðri röð: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá ferðaklasanum og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson Fab Lab.Vísir/Blábankinn „Hemill“ en ekki nýsköpunarhraðall Eftir hádegi gefst frumkvöðlum hins vegar svigrúm til að vinna að sínum eigin verkefnum. Andrea segir staðsetninguna á Þingeyri skipta sköpum enda er orðið „hemill“ tilvísun í það að á Þingeyri komast frumkvöðlarnir í ró og næði. „Á Þingeyri búa um 250 manns þannig að fólk getur ekki annað en slakað á í samanburði við öngþveitið eða áreitið í borginni. Þetta eitt og sér gefur frumkvöðlunum oft svigrúm til að geta einbeitt sér enn betur, jafnvel að skoða hlutina í nýju ljósi því það endurnærast allir og verða uppfullir af orku í svona rólegu og náttúrulegu umhverfi,“ segir Andrea. Hann segir dagskránna líka gera ráð fyrir að þátttakendur hafi frelsi og svigrúm til að kynnast aðeins bænum, ekki sé gert ráð fyrir að fólk sé bundið allar stundir á meðan á dvölinni stendur. En geta allir frumkvöðlar sótt um eða þurfa verkefnin þeirra að uppfylla einhver ákveðin skilyrði? „Já, í raun geta allir sótt um en þegar að við metum umsóknir horfum við til nokkurra þátta sérstaklega. Til dæmis hversu mikið nýsköpunarvægi tiltekið verkefni hefur, hvort verkefnið geti þjónað breiðum hópi notenda eða samfélags, hversu góðar kynningar og áætlanir hafa verið unnar og fleira.“ Andrea segir alls ekki aðeins horft til þess hversu hagnaðardrifið nýsköpunarverkefnin eru því mikið er horft til annarra þátta einnig. „Við horfum sérstaklega til samfélagslegrar ábyrgðar og umhverfisvænna þátta. Í raun hvetjum við umsækjendur til að horfa á verkefnin sín með þessum augum því við erum öll partur af samfélagi þar sem öll neysla skilur eftir sig fótspor. Mega fleiri en einn aðili koma með hverju verkefni? „Já, það mega allt að tveir fylgja hverju verkefni og þessa dagana erum við líka að gera ráðstafanir vegna Covid-19 fjarlægðarmarka og fleira,“ segir Andrea. Þá segir hann þátttakendum bjóðast að dvelja í viku umfram þá viku sem dagskráin er haldin og nýta sér þá aðstöðu sem Blábankinn hefur afnot af en hann er í húsnæði sem áður hýsti banka. Áhugasamir geta sótt um í gegnum vefslóðina www.startupwestfjords.is.
Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira