15 ára ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 06:36 Ökumaðurinn og farþeginn voru fluttir á slysadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Upp úr miðnætti barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp á gatnamótum á Fjallkonuvegi í Grafarvogi, þar sem léttu bifhjóli hafði verið ekið á bifreið. Ökumaður og farþegi hjólsins voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar, en lögregla hefur ekki upplýsingar um meiðsli þeirra. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ökumaður hjólsins grunaður um akstur gegn rauðu ljósi og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn var með hjálm en ekki farþeginn. Bæði ökumaður og farþegi eru fæddir árið 2005 og var málið því unnið með aðkomu forráðamanna og Barnaverndar, að því er fram kemur í dagbókarfærslunni. Þrisvar sinnum brugðist við tilkynningu vegna sama manns Lögreglan kveðst einnig hafa haft ítrekuð afskipti af manni á reiðhjóli vegna hávaðakvartana í Austurstræti í nótt. Maðurinn hafi verið með stærðarinnar hátalarabox sem hann notaði til þess að spila tónlist. Fyrst kveðst lögregla hafa haft afskipti af manninum um klukkan eitt í nótt og aftur rétt fyrir klukkan þrjú. Eftir það hafi borist enn önnur tilkynning um hávaða vegna mannsins. Hann hafi verið farinn þegar lögreglu bar að garði í þriðja sinn. Maðurinn verður kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Sjá meira
Upp úr miðnætti barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp á gatnamótum á Fjallkonuvegi í Grafarvogi, þar sem léttu bifhjóli hafði verið ekið á bifreið. Ökumaður og farþegi hjólsins voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar, en lögregla hefur ekki upplýsingar um meiðsli þeirra. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ökumaður hjólsins grunaður um akstur gegn rauðu ljósi og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn var með hjálm en ekki farþeginn. Bæði ökumaður og farþegi eru fæddir árið 2005 og var málið því unnið með aðkomu forráðamanna og Barnaverndar, að því er fram kemur í dagbókarfærslunni. Þrisvar sinnum brugðist við tilkynningu vegna sama manns Lögreglan kveðst einnig hafa haft ítrekuð afskipti af manni á reiðhjóli vegna hávaðakvartana í Austurstræti í nótt. Maðurinn hafi verið með stærðarinnar hátalarabox sem hann notaði til þess að spila tónlist. Fyrst kveðst lögregla hafa haft afskipti af manninum um klukkan eitt í nótt og aftur rétt fyrir klukkan þrjú. Eftir það hafi borist enn önnur tilkynning um hávaða vegna mannsins. Hann hafi verið farinn þegar lögreglu bar að garði í þriðja sinn. Maðurinn verður kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Sjá meira