Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 14:26 Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40