Það er veisla framundan á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Meistaradeildin er byrjuð aftur með látum og í dag kemur í ljós hvaða lið tryggja sér síðustu tvo farseðlanna í átta liða úrslitin í Portúgal.
Veislan hefst kl. 18:15. Þá hefst upphitunarþáttur fyrir leiki kvöldsins. Kl. 18:50 hefst síðan bein útsending frá leik Barcelona og Napoli á Stöð 2 Sport 2 en staðan er jöfn 1-1 í því einvígi eftir fyrri leikinn sem fór fram á Ítalíu. Á sama tíma verður sýnt beint frá leik Bayern Munchen og Chelsea á Stöð 2 Sport.
Meistaradeildarmörkin verða síðan beint eftir leikina á slaginu 21:00 á Stöð 2 Sport 2 þar sem allir leikir helgarinnar eru gerðir upp.
Á slaginu 20:00 hefst bein útsending frá þriðja degi PGA-Meistaramótsins í golfi. Þetta er fyrsta risamót ársins og er toppbaráttan æsispennandi eftir fyrstu tvo hringina.
Ef það er ekki nóg fyrir golfáhugamenn er einnig sýnt beint frá Marathon LPGA Classic mótinu á LPGA mótaröðinni. Bein útsending frá því móti hefst kl. 19:00 á Stöð 2 eSport.
Þá verður leikur Linköping og Kristianstad í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 12:50.