Vonar að viðurlög hafi fælingarmátt til að forðast lokanir: „Einhverjar tekjur eru betri en engar“ Andri Eysteinsson skrifar 10. ágúst 2020 19:23 Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira