Svona er dularfulla draugahljóðið sem plagar Akureyringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Undarlegt hljóð plagar suma íbúa Akureyrar. Vísir/Vilhelm Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær. Akureyri Tónlist Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær.
Akureyri Tónlist Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira