Lögreglustjóri hættir eftir að niðurskurðarkalli var svarað Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 10:32 Carmen Best tók við stöðu lögreglustjóra árið 2018. Getty/Karen Ducey Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira