Geðheilsa og Covid-19 Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 12. ágúst 2020 11:00 Það var mikið rætt um Covid-19 í tengslum við geðheilsu fyrr í vetur þegar faraldurinn stóð sem hæst hér á landi. Fólk var ýmist hrætt við að smitast eða vera smitberar, óttaðist óvissuna og hvað hún hefði í för með sér, hafði áhyggjur af ástvinum, atvinnu, fjárhag og öðru. Mörg okkar fundu fyrir auknum kvíða, depurð og vonleysi. Með vorinu fór að rofa til hjá mörgum samhliða tilslökunum og því að fólk gat snúið aftur í sinn takt, hitt vini og fjölskyldu, mætt til vinnu, sinnt líkamsrækt, farið í sund og fleira ánægjulegt sem það hafði þurft að fresta vegna smithættu. Nú hafa fréttir síðustu daga leitt í ljós að faraldurinn sækir í sig veðrið að nýju. Einnig hefur komið fram að líklegt sé að við þurfum að búa við ógn veirunnar í einhvern tíma. Engan skal undra þótt fréttirnar komi illa við okkur enda er staðan í mars og apríl okkur enn í fersku minni þar sem mörg misstu vinnuna, takmarkanir eða bönn voru lögð við heimsóknum á dvalarheimili og stofnanir, heimilisofbeldi jókst og staðan í samfélaginu var víða erfið. Þó eru aðstæðurnar ekki fordæmalausar nú enda hefur margt lærst af síðustu bylgju faraldursins. Við erum orðin kunnug því hvernig ástandið getur orðið, hvaða úrræði standa til boða, erum betur að okkur í smitvörnum og síðast en ekki síst vitum við að þetta er tímabundið ástand. Eðlilegt er að fólk finni fyrir tilfinningum eins og kvíða, depurð eða vonleysi, jafnvel reiði, þegar heimsfaraldur ríður yfir. Aðstæðurnar eru í hæsta máta óeðlilegar, en ekki tilfinningarnar sem þeim tengjast. Það er ekki eðlilegt að þurfa að varast aðra, halda sig í hæfilegri fjarlægð og þvo og sótthreinsa hendur í hvívetna. Það eru viðbrigði að þurfa að huga að þessum atriðum daglega og setur fyrra líf okkar úr skorðum. Tölum um líðan og styðjum hvort annað Gott er að muna að tilfinningar eru ekki hættulegar þó þær geti verið óþægilegar. Stundum þykja okkur tilfinningar, líkt og yfirþyrmandi kvíði, benda til að eitthvað hræðilegt sé að gerast þótt raunin sé önnur og tilfinningin líði hjá innan skamms. Gagnlegt er að leyfa tilfinningum að koma og fara, finna þeim nafn og taka eftir því hvaða áhrifum þær valda. Það getur einnig reynst vel að sýna sér skilning þegar eitthvað er erfitt eða okkur líður illa, en mörgum hættir til að rífa sig niður fyrir það að vera ekki upp á sitt besta. Styðjum okkur sjálf líkt og við myndum gera ef ástvinur ætti í hlut. Gott er að ræða líðanina við sína nánustu eða skrifa um það sem hrjáir okkur. Við það öðlumst við meiri fjarlægð á það sem truflar og auðveldara er að sjá málin frá öðru sjónarhorni. Stundum nægir að aðstandandi sýni okkur skilning, hughreysti okkur eða stingi upp á einhverju skemmtilegu til að dreifa huganum. Stuðningur er ómetanlegur en fljótvirkur. Nýtum þessa tíma til að tala saman og tengjast. Verum lausnamiðuð Getum við fundið þörfum okkar nýjan farveg í þessu árferði, gert það sem okkur þykir gefandi og ánægjulegt með öðrum hætti en áður, þannig að við hugum að eigin öryggi og annarra þegar þörf er á? Má halda rafrænt matarboð eða spilakvöld? Hvað með að hreyfa sig úti í náttúrunni, hringja myndsímtal í vini og ættingja, útbúa notalega vinnuaðstöðu heima, lesa bók sem okkur hefur langað til að lesa eða sinna áhugamálum sem setið hafa á hakanum? Okkur hættir nefnilega til að finna fyrir uppgjöf og vonleysi ef það sem við erum vön að gera er ekki í boði. Það birtist til dæmis í því að hætta að hringja í vini ef við megum ekki hitta þá, hætta að hreyfa okkur ef ræktin og sundlaugin eru lokuð, eða hætta að fara í sturtu eða hafa okkur til ef við megum ekki mæta til vinnu eða skóla. Ef til vill eru þessir tímar kjörið tækifæri til að sýna fram á aðlögunarhæfni okkar, styrk og sköpunargáfu í þrengingum. Mannskepnan hefur mikla aðlögunarhæfni og hver veit nema við komum okkur upp fleiri bjargráðum ef við látum á þau reyna. Núvitund sem bjargráð Enn mikilvægara er nú að njóta augnabliksins og dvelja hvorki við fortíð né óvissu framtíðar. Núvitund felur ekki í sér að njóta hvers einasta augnabliks og að vera alltaf í góðu skapi, heldur að taka eftir því sem er að gerast án þess að dæma það eða bregðast við. Með núvitund æfum við okkur í því að taka bæði eftir því sem gerist innra með okkur og hið ytra; hlusta eftir hljóðum, finna lykt, líta í kringum sig, vera til og jafnvel segja við sig: svona er þetta núna. Óvissan er óumflýjanlega hluti af okkar tilveru en á þessum tímum getur hún virst erfiðari en áður. Henni verður þó seint eytt og skárri kostur að samþykkja hana, læra að lifa með henni og ef til vill vera forvitin um það hvað lífið muni bera í skauti sér þrátt fyrir erfiðleika á árinu. Við fórum í gegnum þessa krefjandi tíma í vetur og gerum það aftur nú, hlúum að okkur, nýtum bjargráð sem standa til boða og höldum þetta út saman. Ef vanlíðan er mikil er mikilvægt að leita aðstoðar, en vel má ná tökum á depurð, kvíða og áhyggjum með viðeigandi úrræðum. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Jónsdóttir Tölgyes Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var mikið rætt um Covid-19 í tengslum við geðheilsu fyrr í vetur þegar faraldurinn stóð sem hæst hér á landi. Fólk var ýmist hrætt við að smitast eða vera smitberar, óttaðist óvissuna og hvað hún hefði í för með sér, hafði áhyggjur af ástvinum, atvinnu, fjárhag og öðru. Mörg okkar fundu fyrir auknum kvíða, depurð og vonleysi. Með vorinu fór að rofa til hjá mörgum samhliða tilslökunum og því að fólk gat snúið aftur í sinn takt, hitt vini og fjölskyldu, mætt til vinnu, sinnt líkamsrækt, farið í sund og fleira ánægjulegt sem það hafði þurft að fresta vegna smithættu. Nú hafa fréttir síðustu daga leitt í ljós að faraldurinn sækir í sig veðrið að nýju. Einnig hefur komið fram að líklegt sé að við þurfum að búa við ógn veirunnar í einhvern tíma. Engan skal undra þótt fréttirnar komi illa við okkur enda er staðan í mars og apríl okkur enn í fersku minni þar sem mörg misstu vinnuna, takmarkanir eða bönn voru lögð við heimsóknum á dvalarheimili og stofnanir, heimilisofbeldi jókst og staðan í samfélaginu var víða erfið. Þó eru aðstæðurnar ekki fordæmalausar nú enda hefur margt lærst af síðustu bylgju faraldursins. Við erum orðin kunnug því hvernig ástandið getur orðið, hvaða úrræði standa til boða, erum betur að okkur í smitvörnum og síðast en ekki síst vitum við að þetta er tímabundið ástand. Eðlilegt er að fólk finni fyrir tilfinningum eins og kvíða, depurð eða vonleysi, jafnvel reiði, þegar heimsfaraldur ríður yfir. Aðstæðurnar eru í hæsta máta óeðlilegar, en ekki tilfinningarnar sem þeim tengjast. Það er ekki eðlilegt að þurfa að varast aðra, halda sig í hæfilegri fjarlægð og þvo og sótthreinsa hendur í hvívetna. Það eru viðbrigði að þurfa að huga að þessum atriðum daglega og setur fyrra líf okkar úr skorðum. Tölum um líðan og styðjum hvort annað Gott er að muna að tilfinningar eru ekki hættulegar þó þær geti verið óþægilegar. Stundum þykja okkur tilfinningar, líkt og yfirþyrmandi kvíði, benda til að eitthvað hræðilegt sé að gerast þótt raunin sé önnur og tilfinningin líði hjá innan skamms. Gagnlegt er að leyfa tilfinningum að koma og fara, finna þeim nafn og taka eftir því hvaða áhrifum þær valda. Það getur einnig reynst vel að sýna sér skilning þegar eitthvað er erfitt eða okkur líður illa, en mörgum hættir til að rífa sig niður fyrir það að vera ekki upp á sitt besta. Styðjum okkur sjálf líkt og við myndum gera ef ástvinur ætti í hlut. Gott er að ræða líðanina við sína nánustu eða skrifa um það sem hrjáir okkur. Við það öðlumst við meiri fjarlægð á það sem truflar og auðveldara er að sjá málin frá öðru sjónarhorni. Stundum nægir að aðstandandi sýni okkur skilning, hughreysti okkur eða stingi upp á einhverju skemmtilegu til að dreifa huganum. Stuðningur er ómetanlegur en fljótvirkur. Nýtum þessa tíma til að tala saman og tengjast. Verum lausnamiðuð Getum við fundið þörfum okkar nýjan farveg í þessu árferði, gert það sem okkur þykir gefandi og ánægjulegt með öðrum hætti en áður, þannig að við hugum að eigin öryggi og annarra þegar þörf er á? Má halda rafrænt matarboð eða spilakvöld? Hvað með að hreyfa sig úti í náttúrunni, hringja myndsímtal í vini og ættingja, útbúa notalega vinnuaðstöðu heima, lesa bók sem okkur hefur langað til að lesa eða sinna áhugamálum sem setið hafa á hakanum? Okkur hættir nefnilega til að finna fyrir uppgjöf og vonleysi ef það sem við erum vön að gera er ekki í boði. Það birtist til dæmis í því að hætta að hringja í vini ef við megum ekki hitta þá, hætta að hreyfa okkur ef ræktin og sundlaugin eru lokuð, eða hætta að fara í sturtu eða hafa okkur til ef við megum ekki mæta til vinnu eða skóla. Ef til vill eru þessir tímar kjörið tækifæri til að sýna fram á aðlögunarhæfni okkar, styrk og sköpunargáfu í þrengingum. Mannskepnan hefur mikla aðlögunarhæfni og hver veit nema við komum okkur upp fleiri bjargráðum ef við látum á þau reyna. Núvitund sem bjargráð Enn mikilvægara er nú að njóta augnabliksins og dvelja hvorki við fortíð né óvissu framtíðar. Núvitund felur ekki í sér að njóta hvers einasta augnabliks og að vera alltaf í góðu skapi, heldur að taka eftir því sem er að gerast án þess að dæma það eða bregðast við. Með núvitund æfum við okkur í því að taka bæði eftir því sem gerist innra með okkur og hið ytra; hlusta eftir hljóðum, finna lykt, líta í kringum sig, vera til og jafnvel segja við sig: svona er þetta núna. Óvissan er óumflýjanlega hluti af okkar tilveru en á þessum tímum getur hún virst erfiðari en áður. Henni verður þó seint eytt og skárri kostur að samþykkja hana, læra að lifa með henni og ef til vill vera forvitin um það hvað lífið muni bera í skauti sér þrátt fyrir erfiðleika á árinu. Við fórum í gegnum þessa krefjandi tíma í vetur og gerum það aftur nú, hlúum að okkur, nýtum bjargráð sem standa til boða og höldum þetta út saman. Ef vanlíðan er mikil er mikilvægt að leita aðstoðar, en vel má ná tökum á depurð, kvíða og áhyggjum með viðeigandi úrræðum. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun