Hraðinn mesti munurinn á Svíþjóð og Íslandi: „Maður finnur meira fyrir þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 15:35 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í landsleik. vísir/bára Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð
Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09
Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13