Hraðinn mesti munurinn á Svíþjóð og Íslandi: „Maður finnur meira fyrir þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 15:35 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í landsleik. vísir/bára Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð
Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09
Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13