Kalla eftir ábendingum frá næmum Akureyringum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 21:11 Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta. Akureyri Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta.
Akureyri Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira